top of page

Leiðsagnir útskriftarnema í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

508A4884.JPG

miðvikudagur, 4. janúar 2023

Leiðsagnir útskriftarnema í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans 2022 leiða gesti um útskriftarsýningu sína í Ljósmyndasafni Reykjavíkur helgina 7.- 8. janúar frá kl. 14-16 báða daga. Aðgangur er ókeypis, og er þetta er jafnframt lokahelgi sýningarinnar.
Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2022
Nú eru síðustu forvöð að líta á útskriftarverk nemenda sem luku diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2022. Sýningin stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 en henni lýkur sunnudaginn 8. janúar.

Verkin á sýningunni eru fjölbreytt enda viðfangsefni nemenda, listræn sýn og fagurfræði ólík. Endurspegla verkin þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og birta fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum. Aðgangur er ókeypis.

Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir
Kynningarmynd: Guðný Maren Valsdóttir

Útskriftarnemendur
Dagný Skúladóttir / Kvennaklefinn
Einar Óskar Sigurðsson / HISSTORY
Guðný Maren Valsdóttir / Ég er þú og þú ert ég
Guðrún Sif Ólafsdóttir / Hugarangur
Kristín Ásta Kristinsdóttir / Millirými
Lovísa Fanney Árnadóttir / Det var umodent, barnslig og uakseptabelt
Sandra Björk Bjarnadóttir / Hugarástand
Sóley Þorvaldsdóttir / Hundrað vélar sem framleiða hvirfilbyl
Steinar Gíslason / Hvaða bull er þetta?

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page