top of page

Leiðsögn um liti og form á sýningunni Geómetríu með Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. janúar 2023

Leiðsögn um liti og form á sýningunni Geómetríu með Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanni

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, myndlistarmaður, fjallar um sýninguna Geómetríu út frá sjónarhóli lita- og formfræði.

Eitt af aðaleinkennum geómetrísku abstraktlistarinnar er áhersla á hreina liti og form. Með tilkomu abstraktsins leituðust listamenn ekki lengur við að líkja eftir eða fjalla um ytri fyrirmyndir, heldur urðu litir og form að umfjöllunarefni í sjálfu sér. Verkin voru byggð á margþættu samspili lita og forma sem ætlað var að tjá tilfinningar listamannsins og vekja upp skynjun áhorfenda.

Ingunn Fjóla útskrifaðist með M.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2017. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2007, en hafði áður lokið B.A. gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum. Verk Ingunnar Fjólu hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Árnesinga, Listasafni Íslands, Hafnarborg og Cuxhavener Kunstverein, þátttöku í alþjóðlega tvíæringnum Prague Biennale, auk fjölda samsýninga innanlands og erlendis. Á ferli sínum hefur Ingunn Fjóla hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page