top of page

Leiðsögn sýningarstjóra
Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. mars 2023

Leiðsögn sýningarstjóra
Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður sunnudaginn 5. mars kl. 14.00.

Skráning HÉR: https://listasafnreykjavikur.us6.list-manage.com/track/click?u=57fb68a48bffe98972181e23c&id=df25b211a7&e=706aed0f77

Rauður þráður er fjölbreytt og yfirgripsmikil sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur og hefur fengið mjög góðar viðtökur og lofsamlega gagnrýni.

Hildur hefur á löngum starfsferli sínum tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað. Sýningin Rauður þráður veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismál.

Sýningin Rauður þráður er afrakstur rannsóknarvinnu Sigrúnar á ferli Hildar. Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist í samstarfi við námsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem úr þessum Öndvegisstyrk kemur.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page