Leiðsögn sýningarstjóra - Steina: Tímaflakk

fimmtudagur, 4. desember 2025
Leiðsögn sýningarstjóra - Steina: Tímaflakk
Fimmtudag, 04. desember kl. 20.00, Hafnarhús
Markús Þór Andrésson leiðir gesti í gegnum sýninguna Steina: Tímaflakk í Hafnarhúsi.
Steina er einn helsti frumkvöðull vídeólistar og nýmiðlunar í heiminum og brautryðjandi og áhrifamanneskja á sviði samtímalistar hérlendis. Með verkum sínum hefur hún á einstakan hátt tengt saman vídeólist, tónlist og tækni á skapandi og frjóan hátt. Sýningin er fyrsta stóra yfirlitssýningin á verkum Steinu hér á landi en hún var upphaflega skipulögð í Bandaríkjunum undir heitinu Playback og sett þar upp á tveimur söfnum árið 2024.
Á sýningunni er listrænn ferill Steinu rakinn frá upphafi til samtímans og birtir sýningin í heild því afar áhugaverða mynd af þróun tækni og listar á síðustu áratugum og veitir einstaka innsýn í listsköpun Steinu.
Sýningin Steina: Tímaflakk er samstarf Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og er í báðum söfnunum samtímis.
Athugið að leiðsögnin fer fram á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Gestir eru beðnir að skrá sig á viðburðinn:
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=4wvtav-mbEyDtbtyvdEAiE30-laekQpCsQeGqHqUC7lUMjUzV09MTldDVkhGOVdPUVVONFJINFJXTyQlQCN0PWcu&route=shorturl&mc_cid=ed0f1d5471&mc_eid=706aed0f77
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára


