top of page

Leiðsögn sýningarstjóra — Kviksjá: Alþjóðleg safneign

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. mars 2023

Leiðsögn sýningarstjóra — Kviksjá: Alþjóðleg safneign

Becky Forsythe sýningarstjóri verður með leiðsögn á ensku um sýninguna Kviksjá: Alþjóðleg safneign á fimmtudaginn langa kl. 20.00. Opið er á safninu til kl. 22.00 þetta kvöld.

Á sýningunni gefst sjaldgæft tækifæri til að fá innsýn í þann hluta safneignar Listasafns Reykjavíkur sem tileinkaður er alþjóðlegri myndlist.

Í gegnum tíðina hafa safninu borist gjafir frá listamönnum og velunnurum um víða veröld og eins hafa verk verið keypt í safneignina. Þá eru nokkur verk eftir heimskunna listamenn í almannarými borgarinnar og þar með í eigu og umsjón safnsins. Hér má nefna verk eftir þekkta listamenn eins og Barbara Westman, Dale Chiluly, Ian Hamilton Finley, Roni Horn, Patrick Huse, Karin Sander, Bernd Koberling, Lawrence Weiner, Carolee Schneemann, Jean Jacques Lebel, Alicja Kwade, Yoko Ono and Kazumi Nakamura.

Kviksjá er sýningaröð á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page