top of page

Leiðsögn sýningarstjóra:
Andardráttur á glugga

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. apríl 2023

Leiðsögn sýningarstjóra:
Andardráttur á glugga

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga í Ásmundarsafni laugardaginn 15. apríl kl. 14.00.

Listasafn Reykjavíkur sýnir ný verk eftir Siggu Björgu Sigurðardóttur í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Á sýningunni opnast heimur trölla, álfa, drauga og annarra kynjavera þar sem fantasía, húmor og hryllingur fara saman hönd í hönd. Í verkum sínum þræðir hún tilfinningalífið í allri sinni óreiðu og skapar stemningar sem nær ómögulegt er að færa í orð en með einkennandi stílbrögðum sínum nær hún að tjá ótrúlegustu blæbrigði.

Sigga Björg er kunn af hugmyndaríkum teikningum sínum, innsetningum, myndböndum og bókverkum. Á þessari sýningu vinnur hún meðal annars nýja myndröð út frá íslenskum þjóðsögum. Sagnaminni og þjóðsögur sem Ásmundur kynntist í æsku rötuðu líka beinum eða óbeinum hætti inn í verk hans.

Sýningin stendur til 7. maí 2023.


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page