top of page

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra í D sal

508A4884.JPG

mánudagur, 24. júlí 2023

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra í D sal

Dýrfinna Benita Basalan myndlistarmaður og Aldís Snorradóttir sýningarstjóri verða með leiðsögn um sýninguna Langavitleysan - Cronic Pain í D sal Hafnarhúss fimmtudaginn 27.júlí kl. 20.00.
Dýrfinna Benita Basalan (f.1992), einnig þekkt undir listamannsnafninu Countess Malaise, útskrifaðist árið 2018 frá Gerrit Rietveld Academie með B.A. gráðu í myndlist og hönnun og hefur starfað síðastliðin ár sem myndlistarkona á ýmsum vettvangi. Hún dregur myndheim sinn ýmist úr jaðar kúltúrum, manga, hinsegin menningu og persónulegri reynslu sinni sem blandaður einstaklingur.

Með sýningunni hugsar Dýrfinna Benita til þeirra sem tilheyra jaðarsettum hópum og spyr hvort hægt sé að ná jafnvægi? Hún notar hér sín eigin forréttindi sem myndlistarmaður með vettvang til sýningar í opinberu safni til að fanga raunveruleika sem hefur varla verið sýnilegur í Íslenskri myndlist hingað til.

Dýrfinna er einn af þremur meðlimum Lucky 3 hópsins ásamt Melanie Ubaldo og Darren Mark en hópurinn vann hvatningarverðlaun myndlistarráðs 2022.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page