top of page

Leiðsögn listamanns: Bryndís Snæbjörnsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 19. janúar 2023

Leiðsögn listamanns: Bryndís Snæbjörnsdóttir

Leiðsögn listamanns: Bryndís Snæbjörnsdóttir fimmtudag, 19. janúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi
Listamaðurinn Bryndís Snæbjörnsdóttir fjallar um verk sín á sýningunni Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.00

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hlutu íslensku myndlistarverðlaunin 2022 fyrir sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri.


Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna sem búsett er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu.

Listamenn eru landkönnuðir nútímans, þeir rannsaka áleitin efni og nýta sér tilfinningaleg áhrif listar og frásagnarmöguleika hennar sem hvata til breytinga. Loftslags- og umhverfisbreytingar, auk sársaukafullrar sögu nýlenduvæðingar innfæddra þjóða, hafa leitt til sköpunar nýrra listaverka sem fást við þungan straum félags-, efnahags, stjórnmála- og umhverfislegra áskorana um gjörvallt Norðrið.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page