top of page

Leiðsögn listamanna á Fimmtudaginn langa í Hafnarhúsi

508A4884.JPG

þriðjudagur, 27. júní 2023

Leiðsögn listamanna á Fimmtudaginn langa í Hafnarhúsi

Listamennirnir Eggert Pétursson og Rúrí segja frá verkum sínum á sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld í Hafnarhúsi.

Á sýningunni gefur að líta úrval af þeim verkum sem Listasafn Reykjavíkur hefur eignast síðustu tvo áratugi. Verkin gefa innsýn inn í þá breidd og þær áherslur sem hafa verið að mótast og gerjast í íslensku listalífi frá aldamótum 2000 til dagsins í dag.

Innsetningin Þann dag... eftir Rúrí er frá árinu 2001 og heiðrar minningu Sigríðar frá Brattholti, bóndadóttur sem gjarnan er sögð fyrsti náttúruverndarsinninn hérlendis. Hún barðist fyrir vernd hins glæsilega Gullfoss sem hugmyndir voru uppi um að virkja snemma á 20. öld. Rúrí hefur varið drjúgum hluta ferils síns í þemu tengt umhverfi, vatni og fossum.

Verk Eggerts Péturssonar á sýningunni er frá árinu 2022. Nákvæm og allt að því svimandi sýn Eggerts á íslenskan gróður á uppruna sinn í eiginleikum náttúrunnar og eðli mannsins sem túlkar hana. Verkin eru máluð á löngum tíma og í mörgum lögum. Þar festir hann í sessi minningar um dvöl meðal plantna og blóma, sem færðar eru á striga með olíulitum eftir leiðum sem krefjast nákvæmni og þekkingar á efniviðunum; olíunni og náttúrunni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page