top of page

Leiðsögn - Ólafur Gíslason | Fora

508A4884.JPG

þriðjudagur, 15. ágúst 2023

Leiðsögn - Ólafur Gíslason | Fora

Ólafur Gíslason listfræðingur og sérfræðingur um Róm verður með leiðsögn um sýninguna Fora í Gerðarsafni laugardaginn 19. ágúst kl. 14:00. Öll eru hjartanlega velkomin.

„Myndlistarverk verður aldrei endursagt í orðum. Orðin hafa sinn efnislega grunn í hljóðstöfunum sem koma úr kverkum okkar og ná til eyrnanna, myndlistarverkið á sinn efnislega grunn í áþreifanlegu efni þess og endurkasti birtunnar er höfða til sjónskyns og snertiskyns. Hegel orðaði það þannig að listaverkið fæli í sér „skynjanlega birtingarmynd hugmyndarinnar“. Þar glímdi hann við þau samskipti „anda“ og „efnis“ sem evrópsk heimspekihefð hefur glímt við allt frá dögum Platons." - úr texta Ólafs Gíslasonar í sýningarskrá Fora, Bucranium.

Sýningarstjórar: Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page