Leiðsögn: Snærós Sindradóttir og Sunneva Ása Weisshappel

fimmtudagur, 23. október 2025
Leiðsögn: Snærós Sindradóttir og Sunneva Ása Weisshappel
Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn um Corpus með Snærós Sindradóttur og listamannaspjall Sunnevu Ásu Weisshappel sunnudaginn 26. október kl. 14:00 í Gerðarsafni.
Sunneva Ása Weisshappel hefur beint sjónum að mannslíkamanum í verkum sínum og unnið með skúlptúr, innsetningar, gjörninga og ljósmyndun. Hún vísar ósjaldan í húð, hold og áferð líkamans og máir mörkin milli innra og ytra byrðis, varnarleysis og styrks. Verk Sunnevu Ásu eru áþreifanleg og kjarna nánd með formum, kvenleika og minni.
Snærós Sindradóttir er eigandi og forstöðumaður SIND gallery. Snærós hefur starfað innan íslenskra fjölmiðla í yfir áratug, fyrst sem blaðamaður og síðar sem stjórnandi og í dagskrárgerð í ljósvakamiðlum. Snærós er með BA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og Columbia University í New York. Hún er með MA gráðu í Art Management Budapest Metropolitan University.
Aðgöngumiði að safninu gildir. Frítt fyrir árskortshafa.


