Laust sýningartímabil á Höfuðloftinu í nóvember
fimmtudagur, 24. október 2024
Laust sýningartímabil á Höfuðloftinu í nóvember
Laust sýningartímabil á Höfuðloftinu, Korpúlfsstöðum 1. - 23. nóvember næstkomandi.
Áhugasamir hafi samband á sim@sim.is
Umsóknum skal fylgja
- Ferilsskrá
- Titill sýningar og upplýsingar um listamenn/ sýningarstjóra
- Ítarlegar upplýsingar um sýningu / viðburð, ásamt myndefni sem styður tillöguna
Sýningarskilmálar
SÍM Hlöðuloft er staðsett á Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavik. Opnunartími er miðvikudaga til sunnudaga frá 12-18 eða samkvæmt samkomulagi. Listamenn sjá sjálfir um yfirsetu sýningartíma.
Listamenn sjá alfarið um upphengi og frágang á sýningarrými. Listamenn sjá um að útvega tækjabúnað ef þeir þurfa.
Listamaður skuldbindur sig til þess að skila rýminu í sama ástandi og að því var komið. SÍM ásetur sér rétt til að rukka aukalega 20.000 kr fyrir þrif og frágang á rými ef við teljum að ekki hafi verið gengið nógu vel frá.
SÍM tekur ekki prósentu af sölu listaverka. Öll sala er á ábyrgð listamanns.
SÍM vinnur kynningarefni í samstarfi við listamann og birtir tilkynningu um sýningar á heimasíðu SÍM og fréttabréfi og útbýr viðburð á Facebook auk þess að senda fréttatilkynningu.
Sýningargjald er 95.000 kr. Listamaður stendur sjálfur undir kostnaði við veitingar á opnun, prentun á sýningarskrá og öðrum tilfallandi kostnaði við sýningu.
Farið er fram á 50.000 kr staðfestingargjald við bókun sem dregst af sýningargjaldi. Greiðslan gildir sem staðfesting á sýningu og fæst ekki endurgreitt nema í tilvikum þar sem listamaður hættir við með a.m.k. 3 mánaða fyrirvara.
Frekari upplýsingar veitir Lísa Björg, skrifstofustjóri SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346.