top of page

Landnámssýningin í Reykjavík: Leir í núvitund

508A4884.JPG

föstudagur, 25. mars 2022

Landnámssýningin í Reykjavík: Leir í núvitund

LEIR Í NÚVITUND
Sunnudaginn 27.mars á Landnámssýningunni í Reykjavík, kl.14
Leir í núvitund er yfirskrift skapandi fjölskyldustundar sem fram fer sunnudaginn 27. mars kl. 14 í Landnámssýningunni í Reykjavík.
Þar munu þátttakendur handleika náttúrulegan leir sem núvitundarverkfæri. Ferlið verður í fyrirrúmi með von um að kveikja á leikgleði sem höfðar til allra kynja og alls aldurs. Sjórinn verður innblástur stundarinnar og munum við kynna okkur áferðir, minningar, hljóð og fleira tengt sjónum til þess að kafa dýpra. Mælt er með að mæta í fatnaði sem má verða skítugur og má fara í þvottavél (engar áhyggjur samt - leirinn næst úr í þvotti).
María Arnardóttir leiðir samveruna en hún er listakona og þúsundþjalasmiður sem vinnur á jaðri sviðslista og innsetninga og heldur reglulega skapandi leirnámskeið fyrir ýmsa hópa með áherslu á núvitund. Samhugur, helgisiðir og íslensk byggingarlist eru viðfangsefni sem eiga hug hennar allan um þessar mundir.
Þátttaka er ókeypis fyrir börn en aðgöngumiði á safnið gildir sem þátttaka fyrir fullorðna.
Allt efni til listsköpunar er á staðnum.
Skráning fer fram á www.eventbrite.com. Mikilvægt er að skrá sig fyrirfram.
Leir í núvitund er hluti af viðburðaröðinni Fjölskylduhelgar sem er á dagskrá Sjóminjasafnsins og Landnámssýningarinnar í vetur. En þar er fjölskyldum boðið að taka þátt í allskonar skapandi, notalegar og oft ævintýralegar smiðjur.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page