top of page

Lóla Flórens: Villigarðurinn - Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir

508A4884.JPG

þriðjudagur, 8. nóvember 2022

Lóla Flórens: Villigarðurinn - Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Villigarðurinn á Lólu Flórens, fimmtudaginn 10. Nóvember 2022. Opnunin verður frá kl. 17:00-19:00 með tilheyrandi veigum.

Sýningin samanstendur af völdum verkum frá vinnu Andreu Aðalsteins seinastliðin þrjú ár, í miðli olíumálverksins. Verkin eru unninn með ferli hins verðandi sjálfs í huga, ásamt því hvernig það samtvinnast milli kynslóða. Þessi listræna rannsókn hennar er hugsuð sem túlkun á hinu innra landslagi. Veðrátta sem einkennist af sífelldum breytingum; veruleiki sem að vex og brotnar, eyðist til þess að rísa á ný, í eilífri kosmískri hringrás. Þessi tilvist er túlkuð með litum og formum sem eiga sér sinn eigin hrynjanda. Líkt og garður hins villta sjálfs, sem birtist er það lýsir ljósi sínu á hin innri mið. Óbeislað en í senn líkamnað af því sköpunarverki sem maðurinn er.

Myndlistarkonan vill með þessari sýningu heiðra minningu fráfallinnar móðursystur sinnar Andreu Ágústu Halldórsdóttur (1941-2016). Við andlát hennar erfði myndlistarkonan efnivið hennar; trönur, striga, málningu og pensla. Þessar breytingar höfðu bein áhrif á hana og orsakaði það að olíumálverkið átti hug hennar allan. Í íhugun sinni á vinnustofunni velti hún fyrir sér hlutverki formæðra sinna og hvernig reynsla þeirra gæti mögulega verið túlkuð í gegnum hönd listamannsins.

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir (f.1991) útskrifaðist af myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Andrea hefur tekið þátt í margskonar samstarfsverkefnum á sviði menningarmála og unnið náið með vissum hópum listamanna; hinu fljótandi kollektífi Stream-Spirit-Puddle-Power og gjörningatvíeykinu Óþokkarnir. Einnig vann hún í nánum tengslum við galleríið Ekkisens á sínum tíma. Í dag sinnir hún sinni listrænu vinnu að mestu á vinnustofu sinni og kennir í Myndlistarskóla Reykjavíkur, ásamt því að leiða margvíslegar smiðjur á sviði lista. Í listrænni vinnu sinni íhugar Andrea athöfnina sem ákveðið framstreymandi ástand. Óheflað og frumlægt. Líkaminn er skoðaður sem huglægt kerfi sem er handan efnisheimsins. Umbreytingar hið innra eru framdar sem tilraunir til þess að beisla sjálfið sem efnahvarf í sífelldri breytingu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page