top of page

Kynning á gestavinnastofum í Varanasi á Indlandi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. júní 2024

Kynning á gestavinnastofum í Varanasi á Indlandi

Miðvikudaginn 26. júní kl. 14:00 verður boðið upp á kynningu á gestavinnustofum í hinni helgu borg Varanasi á Norður-Indlandi í húsnæði SÍM í Hafnarstræti.

Eigendur gestavinnustofanna við Kriti Gallery segja frá starfseminni en vinnustofurnar hafa verið starfræktar hluta hvers árs, yfir vetrartíman, í hátt á annan áratug. Vinnustofurnar standa í friðsælum garði um 10 mínútna akstur frá hinu helga Gangesfljóti en við Varanasi er einnig Sarnath, einn helgasti pílagrímastaður búddista.

Vinnustofurnar eru fimm og dvelja listamenn þar að lágmarki í mánuð í senn. Með hverri vinnustofu er svefnhverbergi og baðherbergi. Matselja er á staðnum og grænmetismáltíðir að hindúasið innifaldar.
Kynninguna annast eigendur og stjórnendur Kriti Gallery, Navneet Raman og Petra Manefeld, auk Einars Fals Ingólfssonar sem hefur reglulega unnið þar með þeim en fleiri félagsmenn SÍM hafa dvalið þar og starfað á undanförnum árum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page