top of page

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20.öld

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. mars 2023

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20.öld

Sýningaropnun í tilefni afmælisárs Kjarvalsstaða: Kviksjá: Íslensk myndlist á 20.öld
Fimmtíu ár eru frá því Kjarvalsstaðir voru vígðir, fyrsta byggingin hérlendis sem hönnuð er sérstaklega fyrir myndlist.
Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti hjá Listasafni Reykjavíkur.
Nú um helgina verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.
Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld verður í Hafnarhúsinu í júní en þar stendur nú yfir sýningin Kviksjá: Alþjóðleg safneign þar sem sjá má úrval verka eftir erlenda listamenn sem eiga sér alþjóðlegan feril.

Sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld verður opnuð við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum laugardaginn 25. mars kl. 15.00 og eru allir velkomnir að vera við opnunina og fagna 50 ára afmæli Kjarvalsstaða.

Á sýningunni eru verk eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar, verk sem eru vel kunn en einnig fjölmörg verk sem sjaldan hafa verið sýnd og munu koma mörgum á óvart.

Sýningin veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningarafsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur. Á sýningunni er að finna um tvöhundruð listaverk úr safneigninni og skiptist hún á milli Austur- og Vestursala á árinu 1973, þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Um leið markar árið ákveðin straumhvörf í listasögunni hér á landi því þá eru að verða skil á milli línulegrar framvindu módernismans og margsögu framúrstefnutímabilsins.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page