top of page

Kvöldleiðsögn í Hafnarhúsi: Anna Líndal

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. janúar 2023

Kvöldleiðsögn í Hafnarhúsi: Anna Líndal

Listamaðurinn Anna Líndal fjallar um verk sín á sýningunni Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi.

Á sýningunni Иorður og niður gefur að líta verk eftir þrjátíu bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamenn sem búsettir er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi og á Norðurlöndunum.
Listamenn eru landkönnuðir nútímans, þeir rannsaka áleitin efni og nýta sér tilfinningaleg áhrif listar og frásagnarmöguleika hennar sem hvata til breytinga.

Loftslags- og umhverfisbreytingar, auk sársaukafullrar sögu nýlenduvæðingar innfæddra þjóða, hafa leitt til sköpunar nýrra listaverka sem fást við þungan straum félags-, efnahags, stjórnmála- og umhverfislegra áskorana um gjörvallt Norðrið.
List Önnu Líndal er marglaga og samsett. Þetta á jafnt við um myndefni hennar, viðfangsefni verka og merkingu þeirra sem hina sjónrænu framsetningu þessara þátta. Í innsetningum hennar má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjáum sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða og undanfarin ár hafa þættir vísindalegra rannsókna og skrásetningar orðið æ fyrirferðarmeiri.
Anna Líndal útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1985 og lauk framhaldsnámi frá The Slade School of Fine Art í London árið 1990 og MA í Listrannsóknum frá St Lucas, University College of Art & Design, Antwerpen 2012. Anna var prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000–2009 og hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fagið.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page