top of page

Kvöldganga með listamanni og vígsla útilistaverka í goðahverfi

508A4884.JPG

miðvikudagur, 5. júlí 2023

Kvöldganga með listamanni og vígsla útilistaverka í goðahverfi

Arnar Ásgeirsson myndlistarmaður og Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna verða með leiðsögn í kvöldgöngu fimmtudaginn 6. júlí kl. 20.00.

Arnar og Sigurður Trausti munu segja frá nýjum listaverkum eftir Arnar - veggmynd og skúlptúrum á Óðinstorgi og á Skólavörðuholti. Verkin hafa skírskotun til norrænu guðanna, sem hverfið heitir eftir - oft nefnt goðahverfið.

Í göngunni verða verkin formlega vígð en þau voru sett upp í kjölfar íbúakosningar á síðunni Betri Reykjavík - Hverfið mitt og eru frábær viðbót í flóru útilistaverka í Reykjavík.

Gangan tekur einn og hálfan tíma og hefst við Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina.

Þátttaka er ókeypis.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page