top of page

Kufungar og skeljaskvísur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. janúar 2023

Kufungar og skeljaskvísur

Marsibil G. Kristjánsdóttir listakona frá Þingeyri opnar listasýningu í Deiglunni á Akureyri föstudaginn 27. janúar 2023 kl.20.20.

Á sýningunni verða sýnd verk sem eiga sterka tengingu við fjörur Íslands. Síðustu árin hefur Marsbil unnið mikið með þá gersemi sem finna má í fjörunni. Eins og kufunga, skeljar, ígulker, kalkþörunga og hörpudiska. Úr þessum magnaða efnivið hefur listakonan unnið ýmis verk sem verða nú sýnd í Deiglunni. Frá því í lok desember hefur listakonan dvalið í listamannaíbúð Gilfélagsins á Akureyri og þar hefur hún einkum unnið að kufunga- og skeljamyndum. Verða þær til sýnis í Deiglunni ásamt skeljaskvísum hennar er vakið hafa athygli.
Blekbóndinn, leikarinn og eiginmenni listakonunnar, Elfar Logi Hannesson, hefur einnig dvalið í íbúð Gilfélagsins. Hefur hans mánaðarverk verið að stúdera skáldaprestinn Matthías Jochumsson með það fyrir augum að gera jafnvel dúltið leikverk eða eftilvill barnabók um Matta. Við opnunina á föstudagskveld 27. janúar mun Elfar vera með stutt erindi eða öllu heldur Mattador um Matta.
Sýningin Kufungar og skeljaskvísur opnar einsog í upphafi var getið á föstudag 27. janúar kl.20.20. Einnig verður sýningin opin á helginni frá kl.13.00 til 15.00 báða dagana.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page