top of page

Kristoffer Ala-Ketola: Næturgaldur / The Nightspell

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. september 2025

Kristoffer Ala-Ketola: Næturgaldur / The Nightspell

(English below)

Næturgaldur er einkasýning listamannsins Kristoffers Ala-Ketola, sem dvelur nú í listamannadvöl hjá SÍM.
 
Næturgaldur kallar fram nóttina í allri sinni dularfullu, nornakenndu dýrð. Frá helgisiðum raftónlistarmenningarinnar (rave) til þjóðfræðilegra helgrarathafna, myndast sameiginlegt tungumál næturinnar sem segir sögur um tengsl og andstæður. Nafnleysi í myrkrinu býður upp á samfélag, brothættleika sem verður að styrk þar sem hið dulda sameinast hinu sýnilega – þar sem útlagar eru dregnir inn í hringinn. Velviljaðar óskir og verndargaldrar vernda þá sem þora að taka þátt.

Kristoffer Ala-Ketola búsettur í Helsinki, Finnlandi. Hann lauk meistaranámi frá Yale School of Art árið 2019 í skúlptúr og BA-prófi frá Listaháskóla Finnlands árið 2016. Verk hans hafa verið sýnd meðal annars í 4th Ward Project Space í Chicago, Kunsthalle Helsinki, Kunsthalle Turku, og Exhibition Centre WeeGee í Espoo. Einnig hefur hann tekið þátt í myndbandasýningum á Helsinki International Film Festival og Video Art Festival Turku.

Listsköpun Ala-Ketola snýst um persónusköpun, táknfræði, merkingarfræði, sálfræðileg fyrirbæri, mögulega framtíðarsýn og hinsegin fræði, þar sem tilfinningar, þrá og draumar eru síendurtekin þemu.
Hann vinnur í videó, ljósmyndun, með skúlptúr, innsetningum, málverkum og texta – og festir þannig verkin sín í óvissum formum tilverunnar. Með því að blanda saman skáldskap, sjálfsævisögu og fræðum í myndrænt tungumál – þar sem merkin spegla hvert annað og stangast á – býr hann til hringiðu tengsla í gegnum þemu eins og löngun, einsemd, umbreytingu, lækningu og aðferðum við að takast á við tilveruna

Residensían er styrkt af finnska menningarsjóðnum.

//

SÍM Residency, in collaboration with The Finnish Cultural Foundation, presents The Nightspell, a solo exhibition by artist-in-residence Kristoffer Ala-Ketola. You are warmly invited to join the opening reception at SÍM Gallery, September 18, at 6 pm. The Nightspell conjures the night in all its mysterious, witchy glory. From the rituals of rave culture, to folkloric sacraments, a shared nocturnal language tells tales of connection and contradiction. Anonymity invites community, fragility resurfaces as strength and the hidden merges with the exposed - as outcasts are reeled in. Well wishes and spells of protection are freely given to those who dare partake.

Kristoffer Ala-Ketola is a multidisciplinary artist based in Helsinki, Finland. He graduated from Yale School of Art with a Master of Fine Arts in sculpture in 2019 and received his Bachelor’s degree at the Finnish Academy of Fine Arts in 2016. His work has been exhibited in 4th Ward Project Space in Chicago, Kunsthalle Helsinki, Kunsthalle Turku, Exhibition Centre WeeGee in Espoo and he has also participated in video screenings at the Helsinki International Film Festival and Video Art Festival Turku.

Ala-Ketola’s work engages in character building, symbolism, semiotics, various psychological phenomena, speculative futures, and queer theory with recurring themes of emotion, longing, and dreaming. Using moving image, photography, sculpture, installation, painting, and text he anchors his practice in the uncertain forms of existence. Merging fiction, autobiography, and theory into visual language – its signs reflecting and contradicting each other – He creates a vortex of associations through themes of desire, solitude, change, healing, and coping.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page