top of page

Kristján Steingrímur: Fyrir handan liti og form

508A4884.JPG

miðvikudagur, 20. ágúst 2025

Kristján Steingrímur: Fyrir handan liti og form

Kristján Steingrímur
Fyrir handan liti og form

Sýningaropnun og útgáfuhóf
Menningarnótt

BERG Contemporary
Smiðjustígur 10 / Klapparstígur 16, 101 Reykjavík
23.08.2025
17:00-19:00

Fyrir handan liti og form

Hvað er fyrir handan liti og form? Með þessari spurningu kinkar Kristján Steingrímur kolli til meistara hugmyndalistarinnar, Roberts Smithsons, en hann lagði grunn að ákveðinni tilfærslu sem beindi sjónum að hughrifum staðfræði innan samtímalista. Þegar Smithson fyllti kassa af grjóti og möl, sem hann hafði safnað á útvöldum stöðum, og flutti þá inn í galleríið, þá nefndi hann verkin andstaði eða non-sites. Kristján Steingrímur hefur þróað slíka huglæga kortlagningu á jarðvegi á mjög persónulegan hátt í málverkum sem byggja á staðbundnum rannsóknum, sýnatöku og tilfærslu á jarðvegi. Í stað þess að vinna með landakort eða loftmyndir eins og Smithson gerði í framsetningu á hugmyndum sínum um stað og andstað, þá notar Kristján staðarheitin, sýnin, og litina sem hann framkallar úr jarðveginum til að skapa ný rými sem virkja ímyndunarafl áhorfandans. Slík yfirfærsla eða leikur á milli ólíkra merkingarrýma er eitt helsta einkenni hugmyndalistarinnar. Hér umbreytist jarðvegurinn í lit sem endurspeglar ákveðinn listveruleika á meðan hinn upprunalegur staður með öllum sínum sjónrænu, menningarlegu og jarðfræðilegu tilvísunum tilheyrir öðrum heimum sem lifa sjálfstætt utan listarinnar.

Rannsóknir Kristjáns snúast hvorki um ferðalög, jarðfræði, né efnafræði—en hugsanlega mætti líta á litaverkin sem einskonar innanhúss-jarðverk. Þau benda á hið augljósa að jarðvegssýni frá Heklu blandað akrýl á striga er hvorki mynd af Heklu né vísindalegt sýnishorn. Hins vegar eru skilin á milli hins sjónræna og hins staðbundna landslags rofin og smíðuð ný tengsl á milli efna, lita og tungumáls. Á milli hins raunverulega staðar, segjum Stálfjallsnámu á Barðaströnd, og litaverksins sem ber þetta heiti er lagt upp í skáldskaparferð þvert á tíma og rúm. Því Kristján staldrar oft við frásögnina í verkum sínum. Hann bendir á hið mannlega sem gefur stöðunum tilfinningalegt inntak, jafnvel sögulega merkingu, sýnir mennskuna sem býr að baki lita og forma.

Hér í stóra salnum í BERG Contemporary sýnir Kristján Steingrímur ný málverk á striga og pappír sem eiga það sameiginlegt að þau eru öll máluð með litadufti sem hann hefur unnið úr íslenskum jarðvegi. Að auki má má finna eitt verk samsett úr 55 litaprufum á pappír sem mynda raðir undir gleri (100x165 cm). Um er að ræða vinnuplögg, sýnishorn af litum sem allir tengjast ákveðnum stöðum á landinu. Í minni salnum má sjá sýnishorn eldri verka.

Bók Kristjáns Steingríms Fyrir handan liti og form kemur út í tilefni sýningarinnar. Hún hefur að geyma yfirlit yfir feril Kristjáns, frásagnir og ýmsar hugleiðingar listamannsins, auk fjölda litmynda af verkunum sjálfum og rannsóknarslóðum þeirra. Þá skrifa Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur um myndlist Kristjáns Steingríms í fræðilegu ljósi. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag.

Æsa Sigurjónsdóttir



English

Kristján Steingrímur
Beyond colour and form

Exhibition opening and book release
Culture Night

BERG Contemporary
Smiðjustígur 10 / Klapparstígur 16, 101 Reykjavík
23.08.2025
17:00-19:00

Beyond colour and form

What is beyond colour and form? With this question, Kristján Steingrímur nods to the master of conceptual art, Robert Smithson, who laid the foundation for a shift towards focusing on the impressions of topography within contemporary art. When Smithson filled boxes with stones and gravel collected from specific sites and brought into the gallery, he called these works non-sites. Kristján Steingrímur has developed a similar method—a personal mapping of soil in paintings based on local research, sampling, and the displacement of soil.

Instead of relying on maps or aerial photographs—as Smithson did in presenting his ideas about sites and non-sites—Kristján uses place names, soil samples, and the colours derived from them to activate the viewer's imagination. Such a transfer or interplay between different modes of discourses is one of the main characteristics of conceptual art. Here, soil is transformed into a colour that reflects a particular artistic reality, while the original place—with all its visual, cultural, and geological references—belongs to other worlds existing independently outside of art.

Kristján's works are not about travel, geology, or chemistry; rather, they could be viewed as indoor land art. They highlight the obvious fact that a soil sample from Mount Hekla, mixed with acrylic on canvas, is neither a literal depiction of Hekla nor a scientific specimen. Conversely, the boundaries between the visual and the spatial landscape are blurred, creating new connections between material, colours, and language.

Between the actual place— for example, the Stálfjallsnáma mine in Barðaströnd—and the work bearing the same name, a poetic journey unfolds across time and space. Kristján often incorporates narration into his work, emphasizing the human elements that give emotional and historical depth, revealing the human behind the colours and shapes.

In the larger exhibition space of BERG Contemporary, Kristján Steingrímur presents new paintings on canvas and paper, all created with powdered pigments extracted from Icelandic soil. Additionally, a notable work features 55 colour samples on paper, arranged in rows beneath glass (100 x 165 cm). Each sample corresponds to a specific place in Iceland. In the smaller exhibition room, examples of older works are on display.

Coinciding with the exhibition, Kristján's new book, Beyond Colour and Form, published by The Icelandic Literary Society, offers an overview of his career, including stories, and reflections by the artist. It features numerous colour photographs of his works and their research origins. Art historian Æsa Sigurjónsdóttir and geologist Snæbjörn Guðmundsson contribute essays that examine Kristján Steingrímur's work from academic perspectives.

Æsa Sigurjónsdóttir

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page