top of page

Kristján Jónsson sýnir í Gömlu slökkvistöðinni á Flateyri

508A4884.JPG

föstudagur, 28. júlí 2023

Kristján Jónsson sýnir í Gömlu slökkvistöðinni á Flateyri

Kristján Jónsson sýnir ný og nýleg málverk í Gömlu slökkvistöðinni á Túngötu 7, Flateyri. 
Gaman er að segja frá því að þessi gamalgróni staður hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga og fengið nýtt hlutverk sem menningarhúsið á Eyrinni.

Dagur Sigurðsson, vel þekktur sem handboltakappi, keypti húsið og hefur verið að standsetja og gera upp undanfarið.

Nú er sem fyrsta stóra sýningin í deiglunni, opnun á laug 29/7 kl 15 en stefnt er að hafa mikið líf og fjör í húsinu um Verzlunarmannhelgina. Opið verður alla daga frá 14-18 til 7. ágúst.

Í framtíðinni verður húsið opið fyrir hverskyns menningarstarfsemi og verður vonandi ágætis kafli í þeirri góðu þróun sem er að eiga sér stað á Flateyri.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page