top of page

Kristbergur Ó. Pétursson opnar sýningu í Glerrýminu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. janúar 2024

Kristbergur Ó. Pétursson opnar sýningu í Glerrýminu

Kristbergur Ó. Pétursson opnar sýningu í Glerrýminu, sýningarrými á þriðju hæð Bókasafns Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 23 janúar kl. 16.

Í verkunum á sýningunni fá viðfangsefni Kristbergs frá bernsku- og unglingsárum hans nýtt líf þar sem hann tekur þau til upprifjunar og endurvinnslu. Í verkunum er ólikum miðlum blandað saman svosem dúkristum, bleksprautuprenti texta og málun.

Kristbergur stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1979-'85 og við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985-'88. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum heima og erlendis. Hann hefur einnig gefið út bækur með verkum sínum og eina ljóðabók.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page