top of page

Kristbergur Ó. Pétursson & Oddrún Pétursdóttir í Litla Gallerý

508A4884.JPG

þriðjudagur, 15. ágúst 2023

Kristbergur Ó. Pétursson & Oddrún Pétursdóttir í Litla Gallerý

Í tilefni af hundrað ára afmæli Hellisgerðis, skrúðgarðs Hafnfirðinga, höldum við systkinin Kristbergur og Oddrún Pétursbörn, myndlistarsýningu í Litla Gallerý, Strandgötu 19 í Hafnarfirði. Við viljum jafnframt minnast föðurömmu okkar, Guðmundínu Oddrúnar Oddsdóttur, en hún bjó í litlu húsi með bæjarlagi inni í garðinum á árunum frá 1950 til 1980. Þá hét húsið, eða réttara sagt bærinn, einfaldlega Reykjavíkurvegur 15b en í dag er það þekkt sem Litla Álfabúðin.

Við áttum vísan samastað á heimili ömmu í Hellisgerði og þar var tíðum setið við stofugluggann með blöð og liti og allskyns barnaföndur meðan amma bakaði pönnukökur, raulaði vísur og sagði sögur úr bernsku sinni. Garðurinn var ævintýraheimur sem við kynntumst á öllum árstíðum. Í blómskrúði sumars og gestafjölda, í fegurð haustlitanna meðan skammdegið færðist yfir og undir stjörnubjörtum himni í vetrarþögn uns birti aftur og voraði með nýju lífi."

Verkin eru öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu.

KRISTBERGUR stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1979 til 1985 og við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985 til 1988. Hann hefur sýnt verk sín víða, bæði heima og erlendis.
Verk hans eru í eigu nokkurra opinberra safna á Íslandi. Hann er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Nýlistasafninu. Hann hefur gefið út bækur með verkum sínum og eina ljóðabók. Hann hefur fjórum sinnum hlotið listamannalaun.

ODDRÚN stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri 1985-´86 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986-´90 þar sem hún útskrifaðist úr Málaradeild. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum, þar á meðal Torgi Listamessum á Korpúlfsstöðum 2018 til 2022. Oddrún er meðlimur í Sambandi Íslenskra myndlistarmanna.

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 17.ágúst frá 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir!

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page