top of page

Kristbergur Ó. Péturson og Oddrún Pétursdóttir: Smáréttaveisla fyrir augað

508A4884.JPG

fimmtudagur, 29. ágúst 2024

Kristbergur Ó. Péturson og Oddrún Pétursdóttir: Smáréttaveisla fyrir augað

Oddrún sýnir verk unnin á striga með blandaðri tækni, klipp og þrykk og málun í ýmsum tilbrigðum.
Kristbergur sýnir verk á pappír. Þau eru sömuleiðis unnin með blandaðri tækni, klippt, þrykkt og máluð.
Ljóð eru hluti af sýningunni, en Kristbergur hefur fengist við að skrifa hækur. Eru myndir unnar útfrá þeim og hækur skrifaðar útfrá myndum í samvinnu þeirra systkina.

Þau hittust fyrr í sumar til að bera saman bækur sínar og höfðu á orði að verk þeirra fyrir þessa sýningu væru svolítið eins og tvær hliðar á sama pening.

KRISTBERGUR stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1979 til 1985 og við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985 til 1988. Hann hefur sýnt verk sín víða, bæði heima og erlendis. Verk hans eru í eigu nokkurra opinberra safna á Íslandi. Hann er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Nýlistasafninu. Hann hefur gefið út bækur með verkum sínum og eina ljóðabók. Hann hefur fimm sinnum hlotið listamannalaun.

ODDRÚN stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri 1985-´86 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986-´90 þar sem hún útskrifaðist úr Málaradeild. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum, þar á meðal Torgi Listamessum á Korpúlfsstöðum 2018 til 2022. Oddrún er meðlimur í Sambandi Íslenskra myndlistarmanna.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 29. ágúst frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 30. ágúst 13:00 - 18:00
Laugardagur 31. ágúst 12:00 - 17:00
Sunnudagur 1. sept 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page