top of page

Kristín Morthens: Andrými á hafsbotni í Marshallhúsinu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. júní 2023

Kristín Morthens: Andrými á hafsbotni í Marshallhúsinu

Sýning Kristínar Morthens, Andrými á hafsbotni, þar sem hún mun sýna bæði málverk og skúlptúra opnar á laugardaginn 3. júní milli 17-19 og stendur til 2. júlí nýju rými Þulu á 2.hæð á Marshallhúsinu.

Um sýninguna:
Sýningin Andrými á hafsbotni er leiðangur inn í algjörlega óþekkt land með dulrænum fyrirbærum. En þó eru kringumstæðurnar ekki alveg ókunnar manni þar sem sjóndeildarhringur þessa landslags liggur við jaðar sálar okkar. Þess vegna gerum við grein fyrir lögun landsins og könnumst við helstu einkenni þess í verkunum á sýningunni. Kristín stígur nánast í hlutverk miðils að því leyti til að þetta landslag miðlar kunnuglegum hugmyndum sem samt sem áður eru alfarið huldar okkur, og á stundum listamanninum sjálfum. Skilaboðin eru djúpstæð og persónuleg en á sama tíma má finna tilvísanir til stjörnufræði og hafsins, sem bera framtíðina í skauti sér. Dulúðugt landslag sem virðist hafa staðist tímans tönn. Staður þar sem ólík öfl takast á í tíma og ótíma. Þar ríkir ekki tvíhyggja eins og við þekkjum, heldur eru fjölmörg dulræn fyrirbæri sem eiga samskipti hvert við annað í heildrænu samlífi.
- texti eftir Þórhildi Tinnu Sigurðardóttur

Kristín Morthens hefur undanfarin ár sýnt málverk sín bæði hér á landi og erlendis við góðan orðstír.
Hún útskrifaðist með BFA gráðu úr OCAD University, Toronto, Canada auk þess að stunda skiptinám við School of The Art Institute of Chicago.

Nýlegar einkasýningar Kristínar Morthens eru Að snerta uppsprettu, Norr11, Reykjavík (2022) Gegnumtrekkur, Þula, Reykjavík (2021), Introducing Kristín Morthens, Christopher Cutts, Toronto (2019), & I Followed a Spiral, It Felt Lika a Loop, Angell Gallery, Toronto (2019). Verk Kristínar hafa verið sýnd á CHART Art Fair, Market Art Fair, Art Miami, Art Toronto og Foire Papier.
Kristín starfar í Reykjavík.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page