top of page

Kristín Gunnlaugsdóttir með leiðsögn og listin talar tungum á arabísku

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. september 2025

Kristín Gunnlaugsdóttir með leiðsögn og listin talar tungum á arabísku

Kristín Gunnlaugsdóttir leiðir gesti um verk sín á sýningunni Ósagt á Kjarvalsstöðum sem opnuð var um síðustu helgi. Leiðsögn Kristínar er sunnudaginn 28. september kl. 14.00.
Á sýningunni sem stendur yfir í Vestursal Kjarvalsstaða öðlumst við einstaka sýn á mannlega tilveru og tilfinningalíf. Kristín er einn afkastamesti og ástsælasti listamaður samtímans sem á að baki fjölmargar viðamiklar sýningar og verk víða í opinberri eigu.

Kristín Gunnlaugsdóttir hefur vakið athygli fyrir að vera óhrædd við að brjóta upp myndmál sitt og aðferðir. Hún sækir í aldagamlar hefðir íkonamálunar og skapar fígúratíf málverk sem byggjast á margslungnu táknkerfi. Þá vinnur hún abstraktverk sem kallast á við tjáningarmáta módernismans, sem og vandlega útfærð útsaumsverk sem byggja á skjótunnum skissum - svo nokkur dæmi séu tekin. Á sýningunni fæst gott yfirlit yfir feril listakonunnar um leið og þar má sjá ný og óvænt verk sem sérstaklega eru unnin að þessu tilefni.

Skráning á leiðsögnina er nauðsynleg - https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=4wvtav-mbEyDtbtyvdEAiE30-laekQpCsQeGqHqUC7lUNlJOSDZaNThCN0tSVkwwWFJUT1dUTUxVSCQlQCN0PWcu&route=shorturl&mc_cid=6f1857eb9d&mc_eid=706aed0f77

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa og börn 18 ára og yngri.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page