top of page

Krakkaklúbburinn Krummi / Skartgripir Dieters Roth

508A4884.JPG

fimmtudagur, 19. janúar 2023

Krakkaklúbburinn Krummi / Skartgripir Dieters RothKrakkaklúbburinn Krummi / Listrænir skartgripir,Listasafn Íslands, , 21. janúar kl. 14 – 16

Skartgripasmiðja þar sem þátttakendum gefst færi á að vinna óvenjulega skartgripi úr ýmsum fundum efnivið í bland við annan í anda Dieters Roth.
Umsjón með smiðjunni hefur Ariana Katrín
Ariana Katrín er myndskreytir sem hefur unnið með börnum samhliða listinni til fjölda ára.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu.
Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Ókeypis aðgangur fyrir börn og fylgdarmenn þeirra.
Verið velkomin í heimsókn!


Leiðsögn um skartgripi Dieters Roth
Leiðsögn á síðasta degi sýningarinnar Skartgripir Dieters Roth
22. janúar kl. 14
Dieter Roth (1930–1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýstárlega skartgripasmíði sem hann hóf að fást við á Íslandi seint á sjötta áratug síðustu aldar.
Vigdís Rún Jónsdóttir, sýningarstjóri veitir leiðsögnina

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page