top of page

Kovid kvatt: Sigurborg Stefánsdóttir í Artak105 Gallery

508A4884.JPG

miðvikudagur, 10. maí 2023

Kovid kvatt: Sigurborg Stefánsdóttir í Artak105 Gallery

Sigurborg Stefánsdóttir sýnir í Artak105 Gallery, Skipholti 9 frá 17/5- 21/5 2023.

Sýningin samanstendur af 19 málverkum sem endurspegla samfélag okkar og andrúmsloft á tímum heimsfaraldurs. Verkin eru öll jafn stór (80cm x 50cm) og í keimlíkum litaskala. Myndirnar lýsa ríkjandi hugarástandi okkar á þessum tíma: einmanaleika, óvissu, undrun og öllum tilfinningaskalanum í áður óþekktu ástandi. Ný hugtök urðu okkur töm, eins og ,,Tveggja metra reglan“, ,,Heimkomusmitgát“ og ,,Ferðagjöf“.

Þessi ár voru erfið og kostuðu suma lífið. Við kveðjum erfiðleikana en eigum ekki að gleyma þeim, því sagan endurtekur sig og þá gæti reynslan komið að gagni.
Vonandi er þó þessu tímaskeiði lokið að eilífu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page