Kompan: As the crow flies - as the flow cries - Joe Keys
mánudagur, 8. ágúst 2022
Kompan: As the crow flies - as the flow cries - Joe Keys
Laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00 opnar Joe Keys sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “As the crow flies - as the flow cries”
Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00.
Joe Keys útskrifaðist af myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2021. Hann fæddist í Newcastle í Englandi en býr á Íslandi og hefur búið hér síðan árið 2018.
Joe hefur einna helst notast við fundin efnivið og gripi sem hann nýtir til þess að skapa bæði prentverk og skúlptúra. Vinnan hans byggist á hversdagslegu skipulagi en með þurrum húmor og einlægri vinnu hefur honum tekist að skapa nýtt líf aflagðra hluta. Verkin eru jafn síbreytileg og efnið sem hann finnur, en í nýlegum verkum hans má sjá einskæran áhuga á andstæðum merkingum og tvíhyggju listarinnar, hann hefur verið hugfanginn af samsetningu orða og hluta á ljóðrænan hátt sem og concret ljóðum og bókverkum.
Joe vinnur sem umsjónarmaður í prent vinnustofu LHÍ og er hluti af the co-operative Print & Friends in Laugardalur, Reykjavík
“As the crow flies - as the flow cries” er syrpa klippimynda sem var búin til á síðasta ári. Verkin urðu til undir áhrifum af bókakápu bókarinnar “the elements of color” eftir Itten. Bókin var gjöf frá listamanni að nafni Dave Howe sem ég fékk áður en ég flutti til Íslands. Hann var fastagestur á kaffihúsi sem ég starfaði á í bænum Durham í norð-austur Englandi. Hann kom gjarnan inn með málverk sem og klippimyndir til þess að hengja á veggi kaffihússins. Við náðum vel saman og tengdumst yfir sameiginlegri virðingu og áhuga á listamanninum Kurt Schwitters. Dave var eldri maður, drakk mikið kaffi og ræddi við mig meðan á vinnu minni stóð. Hann gaf mér bókina og sagði mér frá því hversu mikilvæg hún væri, enda sæist það á þreyttri bókakápunni sem var á sínum síðasta snúningi. Sem hluti af þessari listsýningu vil ég sýna bókakápuna á bók Itten. Ég lít á þetta sem leið til þess að tvinna leiðir okkar Dave aftur saman. Í gegnum árin hef ég misst samband við hann en ég verð ævinlega þakklátur stuðningi hans, góðvild og gæsku.