Kompan, Alþýðuhúsið Siglufirði: Gaman að sjá þig! - Helga Páley Friðþjófsdóttir
fimmtudagur, 27. október 2022
Kompan, Alþýðuhúsið Siglufirði: Gaman að sjá þig! - Helga Páley Friðþjófsdóttir
Helga Páley Friðþjófsdóttir opnar sýnngu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 29. okt. kl. 16.00. Sýningin er hluti af listasmiðjunni Skafl sem fram fer í Alþýðuhúsinu 27. - 30. okt. en mun
standa áfram þegar Skaflinum lýkur, eða til 13. nóvember.
Sýning Helgu Páleyjar sem ber yfirskriftina Gaman að sjá þig ! - nice to see you, og er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 og eru allir velkomnir.
Helga Páley býr og starfar í Reykjavík. Hún Lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá útskrift hefur Helga verið framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Ærings á Rifi 2012. Frá árunum 2013 til 2015 var Helga partur af Kunstschlager hópnum og tók þátt í að reka gallerí við Rauðarárstíg 1 og síðar í Listasafni Reykjavíkur. Síðustu ár hefur Helga sýnt á fjölmörgum stöðum þar má nefna á Listasafni
Reykjanesbæjar, Gallerí Port, Ásmundarsal og Safnasafninu á Svalbarðseyri.
Gaman að sjá þig ! - nice to see you
Höfum við hist áður ?
Mér finnst ég kannast við þig.
Það er eitthvað.
Ætli við höfum ekki rekist á hvort annað á förnum vegi, oft. Tekur
þú strætó ?
Eða höfum við kanski aldrei hist.
Er ég á villigötum?
Nema þú sért að norðann!
Það er örugglega augnsvipurinn.
Enn hvað með það, það er gamann að sjá þig