top of page

Kling&Bang: Lokahóf sýninganna Collected Earworms og Mythbust 12. nóvember

508A4884.JPG

föstudagur, 11. nóvember 2022

Kling&Bang: Lokahóf sýninganna Collected Earworms og Mythbust 12. nóvemberVerið velkomin á lokahóf sýninganna Collected Earworms eftir Berg Anderson og Mythbust eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur á laugardaginn 12 nóvember kl. 16:00 - 18:00

Elísabet Birta verður á staðnum og Bergur Anderson verður á línunni. Spiluð verður sjö tommu vínylplata eftir Berg Anderson, Uu-ee-uu / Noo-me * og útgáfu ** af tónlistinni úr gjörningi Elísabetar Birtu á geisladisk fagnað. Gengið verður í gegn um sýningarnar tvær og spjallað um verkin. Kl 17:00 mun svo Elísabet Birta Sveinsdóttir flytja gjörninginn Read me my rites.*
Uu-ee-uu / Noo-me er sjö tommu vínylplata gerð fyrir sýninguna Collected Earworms í Kling & Bang 8.10 - 13.11 2022. Á báðum hliðum hennar má finna verk fyrir sóló rödd og Loop Station. Platan var tekin upp og hugsuð sem jam-session — leið til þess að skrásetja og efnisgera tvær grípandi laglínur á hvatvísan, lifandi hátt. Platan var tekin upp í stúdíói Bergs í Rotterdam og skorin í fimm eintökum af Lester Michiels hjá dubplate.be í Brussel. Riso prentuð teikning eftir Berg prýðir svo umslag hennar.

Earworms are undoubtedly bodily.
Can’t they, for minutes, hours, days, take you over? possess you?
those sonic creepers
those infectious, melodic devils
those little rhythmic stow-aways, merrily sailing the waves of your consciousness.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page