top of page

Kling&Bang: Haugsuga/Dreifari - Helgi Hjaltalín

508A4884.JPG

föstudagur, 4. febrúar 2022

Kling&Bang: Haugsuga/Dreifari - Helgi Hjaltalín

Haugsuga/Dreifari

Laugardaginn 5. febrúar 2022 kl 14:00-18:00 opnar myndlistarmaðurinn Helgi Hjaltalín einkasýningu sína Haugsuga-Dreifari í Kling & Bang á Grandagarði 20,101 Reykjavík og mun hún standa opin til 20. mars 2022.
Á sýningunni verða ný grafíkverk og skúlptúrar eftir Helga og snerta verkin á hugmyndum um frummyndir og eftirmyndir og togast í leiðinni á við upplýsingaflæði samtímans.

Texti úr sýningarskrá eftir Jón B.K Ransu:

Á sýningu Helga Hjaltalín, Haugsuga og dreifari í Kling og Bang, eru helst fjórir þættir sem skarast og skapa þetta nauðsynlega samtal. Þeir eru:
• Sagan og samtíminn
• Frummynd og eftirmyndir
• Hlutföll og rými
• List og tómstundir

Í sögulegu samhengi er myndmál Helga Hjaltalín skylt popplist sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar, en popplistamenn véfengdu þáverandi gildi listarinnar og sköpuðu hliðstæður á milli myndlistar og dægurmenningar og neyslumenningar. Þessar hliðstæður renna saman í verkum Helga í einskonar ofneyslu á myndum. Annarsvegar með fjölföldunar- og framleiðslutækni til að búa til endurtekningar af sömu myndinni og hins vegar samsetningu vatnslitaarka, þar sem hver örk stendur sem sjálfstæð mynd eða málverk um leið og ákveðinn fjöldi þeirra sameinast í eina stóra vatnslitamynd. Helgi sækir myndefnið á internetið og færir yfir í hlutlæg listaverk. [...]
Þegar Helgi sækir mynd á leitarvef internetsins, og notar í eigin list, ögrar hann hugmyndinni um eftirmynd og frummynd og tekur eignarnám á eitthvað sem annar hefur gert. [...]
Að sækja mynd af internetinu og yfirfæra eða túlka hana í efni og form, breytir ekki einungis eðli hennar heldur gefur henni allt annað hlutverk út frá hlutföllum og rými. Slíkt skiptir miklu máli á sýningu Helga. Skúlptúr hefur, gegnum tíðina, verið þungamiðjan í verkum hans. Eftir að vatnslitamyndir og þrykk fóru að bætast inn í mengið hefur það jafnan verið í einhverjum tengslum við skúlptúr.

Kling & Bang
Grandagarði 20

Opið alla miðvikudaga-sunnudaga kl.12:00 - 18:00Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page