top of page

Kling&Bang: fylgjur - Halla Einarsdóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir og Smári Rúnar Róbertsson

508A4884.JPG

þriðjudagur, 30. nóvember 2021

Kling&Bang: fylgjur - Halla Einarsdóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir og Smári Rúnar Róbertsson

Kling & Bang býður ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Fylgjur, samsýningar Höllu Einarsdóttur, Hönnu Kristínar Birgisdóttur og Smára Rúnars Róbertssonar. Sýningin opnar laugardaginn 4. desember nk. milli 16 og 19, og stendur til 23. janúar nk.

Kl. 18 á opnunardaginn mun Halla Einardsóttir flytja gjörning.


Um listamennina:

Halla Einarsdóttir (f. 1991) er íslenskur listamaður sem býr og starfar í Rotterdam þar sem hún lauk MFA námi frá Piet Zwart Institute síðastliðin júlí 2021. Þar áður útskrifaðist hún með BA í grafískri hönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2016. Í þverfaglegum verkum sínum veltir Halla fyrir sér hvernig goðsagnir, þjóðsögur og minni hafa í gegnum tíðina verið nýtt til þess að koma á og viðhalda stigveldi þekkingar. Þannig rannsakar hún hvernig þekking berst milli kynslóða, hvað misferst á leiðinni og margþætt eðli þess að endurheimta nöfn og frásagnir. Hinar ýmsu heimildir og sögulegur efniviður verkanna hefur svo áhrif á flutning handritanna, þar sem ákveðin minni og mótíf kalla fram ákveðna raddbeitingu, takta og kóreógrafíu. Halla hefur tekið þátt í ýmsum sýningum erlendis og á Íslandi.

Hanna Kristín Birgisdóttir (f. 1989) er íslenskur myndlistarmaður sem býr og starfar í Bergen, hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2014 og úr framhaldsnámi frá Listaháskólanum í Bergen árið 2020. Hanna hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis. Meðal sýningarverkefna hennar eru: Þögul athöfn í Skaftfelli Seyðisfirði og Eins og samanþjöppuð öndun sem verður að þunnu háu hljóði, Kling&Bang, hluti af Sequences Art Festival.

Smári Rúnar Róbertsson (f. 1992) er íslenskur listamaður sem býr og starfar í Amsterdam. Verk Smára einkennast af greiningu á listrænu ferli, þjóðsögum og merkingu. Með samsetningu ferlis, innsetninga og skrifa leitar hann marka ímyndunnar og áþreifanleika til þess að skoða þau kerfi sem stjórna umhverfi okkar, sögu og sjálfsmynd. Verk Smára standa sem skráð líkamstjáning sem vísar um leið til eigin framleiðslu. Vinna í verkum Smára má þannig líta á sem áþreifanlegt efni sem er teygt, þjappað og mótað í takt vitundar, endurtekningar og fróðleiks. Smári útskrifaðist með BFA frá Gerrit Rietveld Academie 2015 og með MA frá Sandberg Instituut í Amsterdam 2017. Hann hlaut 3Package Deal talents styrk Amsterdams Funds voor de Kunst and Bureau Broedplaatsen árið 2017.

___________________

Kling & Bang invites you to the opening of Fylgjur, a group exhibition by Halla Einarsdóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir and Smári Rúnar Róbertsson on the 4th of December from 4 to 7 pm. The exhibition will be open until 23rd of January 2022.

At 6 pm on the opening day Halla Einarsdóttir will do a performance.

About the artists:

Halla Einarsdóttir (b. 1991) is an Icelandic artist that lives and works in Rotterdam where she recently completed her MFA at the Piet Zwart Institute. Before that, she obtained her BA in graphic design from The Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam. Working predominantly with performance, sculpture, and video, she takes the role of a narrator weaving various source materials and allowing them to feed her vocality, gesticulation, and delivery. Leaning on a tradition of feminists dealing with the question of myth, she examines transgenerational knowledge and the multifaceted nature of reclaiming names and narratives. Halla operates somewhere between myth-receiver and myth-giver often exploring the ways in which narratives have been instrumental in establishing and maintaining epistemological hierarchies and systems of control. Halla has exhibited in various exhibitions in the Netherlands and abroad.

Hanna Kristín Birgisdóttir (b. 1989) is an Icelandic artist that lives and works in Bergen, she holds a BA in fine art from the Iceland Academy of the Arts and Master degree from the Bergen Academy of the Arts, where she graduated in 2020. Hanna has exhibited both in Iceland and abroad. Among her projects are: Silent act, Skaftfell Seyðisfjörður and Like a breath being compressed into a high pitched sound, Kling & Bang, part of the Sequences Art Festival.

Smári Rúnar Róbertsson (b. 1992) is a icelandic artist working in Amsterdam. His interdisciplinary practice consists of a diverse set of mediums arranged as intertextual examinations of the artistic process, mythology, and meaning. Through an assemblage of process, installation, and writing, he looks for (re)semblance between the physical and the imaginary to examine the fractal quality of systems that govern our environment, identity, stories, and thoughts. Works act as a registered gesture, the medium presenting or existing at the moment, while simultaneously referring to its own production. In Smári's work, labor can thus be regarded as a tangible material that is stretched, compressed, and molded into a rhythm of consciousness, repetition, and lore. Smári holds a BFA from Gerrit Rietveld Academie (2015) and an MA from the Sandberg Instituut (2017) in Amsterdam. He received the Amsterdams Funds voor de Kunst and Bureau Broedplaatsen 3Package Deal talents grant in 2017.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page