top of page

Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir: ALVÖRU DRAUMUR 3-6-9

508A4884.JPG

þriðjudagur, 27. júní 2023

Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir: ALVÖRU DRAUMUR 3-6-9

Opnun, fimmtudaginn 29. júní 2023, kl. 17-19

Fyrirbæri gallerí opnar einkasýningu Katrínar Ingu Alvöru draumur þar sem kjarni sköpunarferlis verkanna er óttinn. Kvíði sem verður til vegna óttans við sjónræna ákvörðunartöku á sköpun verka, út frá tilvistar- og heimspekilegum hugleiðingum um tilfinningar gagnvart ýmsum kerfislægum fyrirbærum. Verkin eru sjálfstæðar einingar sem mynda innsetningu, unnin í ólíkum miðlum og efni en sameinast í sjónrænni heimspeki listamanns.

Katrín Inga vinnur sína sköpun gegnum alla miðla nútímasamfélagsins. Kerfisleg fyrirbæri eru henni hugleikin og spila oftar ekki aðal rulluna í hennar sjónrænu heimspeki. Hugarfarsbreyting á gildismati ástar- og kynvitundar rís hátt, sett fram á nýfrjálsum grunni þar sem gagnrýnin hugsun tilheyrir hversdagsleikanum. Tilgangur listar og ástar er þungavigt við útrýmingu hinnar endalausu hringrásar pólitískra og menningarlegra árekstra í heiminum. Katrín Inga hlaut viðurkenningu Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur (2017); Dungal viðurkenninguna (2012); námsstyrk úr Guðmundu Andrésdóttur sjóðnum (2013); og Fulbright námsstyrkir (2012). Katrín Inga lauk MFA námi við School of Visual Arts í New York (2014); hún skartar BA gráðu í listfræði, með ritlist sem aukafag frá Háskóla Íslands (2012); og BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2008). Katrín Inga á að baki sýningar hérlendis og erlendis, má þar helst nefna einkasýningar hennar 6. bindið í Nýlistasafninu (2013-); Land Self Love í Gallery Gudmundsdottir í Berlín (2020), og samsýningar þar á meðal High Line Art, New York, Bandaríkjunum (2017); Kunstmuseum Liechtenstein, Vaduz, Liechtenstein, (2015); XVII tvíæringur ungra listamanna, MEDITERRANEA 17, Mílanó, Ítalíu (2015).

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page