Katrin Hahner: HyperCycleJazz
fimmtudagur, 1. ágúst 2024
Katrin Hahner: HyperCycleJazz
Annabelle‘s Home kynnir með stolti sýningu Katrínar Hahner, HyperCycleJazz. Titill sýningarinnar vísar í þróunarlíftækni og hið fræðilega hugtak ofurhringrásir. Djass, líkt og ofurhringrás, er vistkerfi sem samanstendur af samspili, endurgjöf og stöðugri þróun. Katrin setur fram þá hugmynd að lífið
sé HyperCycleJazz. Sýningin stendur til 16. ágúst næstkomandi.
Katrin Hahner er mynd- og hljóðlistamaður. Flest verk hennar byggja á minnistáknum eða því að rekja minningar um innra og ytra landslag. Hún vinnur skúlptúra úr mismunandi efnivið, stundum áþreifanlegum eins og leir eða tré en stundum með orðum, rými og hljóði. Katrín lauk MFA-gráðu frá Akademie der Bildenden Künste Stuttgart og framhaldsnámi við Kunsthochschule Weißensee.
Fjallað hefur verið um fjórar útgáfur hennar af frumsaminni tónlist í The Guardian, Rolling Stone, BBC, Kulturspiegel, og verkefni hennar og samstarf hafa verið fjármögnuð eða meðfjármögnuð af Pact Zollverein, Mondriaan Funds, Initiative Musik, Goethe Institut, Senatsverwaltung für Kultur und Europa, Musikfonds, Tanzpakt og Musicboard Berlin. Hún tók þátt í INTOO Reykjavík Art Festival (IS), SYB Residency (NL), Nida Artist Residency (LTL), Temple of Alternative Histories í Staatstheater Kassel (DE) og fleiri sýningum.
Hún hefur áhuga á goðsagna- og heimssköpun og sækir efnivið í guðfræði, dulspeki, þjóðtónlistarfræði, félagsfræði og vísindi. Sem stendur er Katrín meðlimur í Pratt Institute NY Mindfulness Collaboratory auk þess að vera meðlimur í A_Collective_I, hópi listamanna sem rannsaka samvinnu og sameiginlega starfshætti í gegnum tungumál, helgisiði g ferlamiðaðar rannsóknir.