top of page

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir: Algjör draumur / Complete dream 3 - 6 - 9 í Höggmyndagarðinum

508A4884.JPG

miðvikudagur, 10. maí 2023

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir: Algjör draumur / Complete dream 3 - 6 - 9 í Höggmyndagarðinum

Opnun / Opening: 13 maí 2023 kl 16:00-19:00.

Einkasýning Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttir Algjör draumur 3 - 6 - 9 í Höggmyndagarðinum teflir saman verkum sem mótuð eru og endurunnin úr ýmsum efnum. Þarna ber fyrir sjónum meðal annars um 1,5 tonna steypu afsagir úr veggjum nágrannahúss við Ægisgötu 7, nánari tiltekið útveggjum vinnustofu listamannsins. Við getum horft á það þannig: vinnustofan er einhverskonar brynja tilrauna listamannsins í efa og sköpunargleði. Efnið er hlaðið symbólisma. Katrín Inga vinnur að verkum sínum með líkamanum og í gegnum gjörninga. Þessi verk hafa verið unnin rétt eins og þau hafi farið í gegnum meltingarveg. Mögulega meltingarveg hugmynda og heimspekilegra vangavelta um tilvist og hringrás mannsins, skúlptúrískum högg-hugmyndum af saur. Þráður sýningarinnar er skömmin og takturinn á milli tveggja opa í líkamanum: rass og munns. Hvað er skömmin annað en gapandi sár, gapandi op á líkama okkar, ormagöng. Sýningin algjör draumur berassar sig í harðgerðum fundnum efnum í gegnum persónulegar nærmyndir listamannsins en þarna ertu mögulega komin í einhverskonar innri skrúðgarð, innri virkni líkama, sam-mannlagt landslag.

Sýningin stendur til 31 maí og boðið verður uppá grillaðar pylsur frá Pylsumeistaranum á grill skúlptúr og ískaldann bjór frá Ægir Brugghús á opnuninni þann 13 maí á milli kl. 16-19. Styrktaraðilar sýningarinnar eru Reykjavíkurborg, Ægir Brugghús, Pylsumeistarinn, Gæðamold, Vatn og Veitur og Fyrirbæri ehf.

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir vinnur sína sköpun gegnum ýmsa miðla nútímasamfélagins. Kerfisleg fyrirbæri eru henni hugleikin og spila oftar ekki aðal rulluna í hennar sjónrænu heimspeki. Hugarfarsbreyting á gildismati ástar- og kynvitundar rís hátt, sett fram á nýfrjálsum grunni þar sem gagnrýnin hugsun tilheyrir hversdagsleikanum. Tilgangur listar og ástar er þungavigt við útrýmingu hinnar endalausu hringrásar pólitískra og menningarlegra árekstra í heiminum.

Katrín Inga hlaut viðurkenningu Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur (2017); Dungal viðurkenninguna (2012); námsstyrk úr Guðmundu Andrésardóttur sjóðnum (2013); og Fulbright námsstyrkir (2012). Katrín Inga lauk MFA námi við School of Visual Arts í New York (2014); hún skartar BA gráðu í listfræði, með ritlist sem aukafag frá Háskóla Íslands (2012); og BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2008).

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page