Katrín Elvarsdóttir: Blómstrandi framtíð

fimmtudagur, 27. nóvember 2025
Katrín Elvarsdóttir: Blómstrandi framtíð
Verið velkomin á útgáfuhóf til að fagna útkomu bókarinnar Blómstrandi framtíð eftir Katrínu Elvarsdóttur á Hótel Holti, laugardaginn 29. nóvember kl. 16–18.
Gestum gefst tækifæri á að kaupa bókina á sérstöku tilboðsverði og verða léttar veitingar í boði.
Blómstrandi framtíð sameinar þrjár ljósmyndaraðir sem unnar voru á árunum 2020–2025: Fimmtíu plöntur fyrir frið, Hitabeltisnýlenda og Lifandi steingervingur. Verkið myndar heildstæða frásögn sem sameinar sjónrænt myndmál, listræna rannsókn og hnattrænt sjónarhorn á sögu og framtíð plantna.
Bókin er 80 blaðsíður og inniheldur 46 ljósmyndir auk texta eftir rithöfundinn Höllu Þorlaugu Óskarsdóttur, sem byggir á samtölum hennar við listamanninn. Bókin kemur út bæði á íslensku og ensku.
Hönnun og umbrot bókarinnar er í höndum Hrefnu Sigurðardóttur, lektors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, og einkennist af einstaklega stílhreinu og listrænu yfirbragði.


