top of page

Karin Sander: Ideoscapes í i8 Gallery

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. júlí 2023

Karin Sander: Ideoscapes í i8 Gallery

i8 býður ykkur velkomin á opnun sýningar Karin Sander, Ideoscapes, í dag, fimmtudaginn 13. Júlí, frá 17 - 19. Sýningin er fjórða einkasýning Karin í i8 en hún sýndi fyrst í galleríinu árið 2001.

Á sýningu Karin Sander, Ideoscapes, eru 12 líkön af íslensku fjallalandslagi til sýnis. Landslagið er sótt og prentað eftir þrívíðum staðgögnum sem fengin eru úr Google Earth en þannig nálgast listamaðurinn nálgast stafrænu gögnin eins og fundna hluti. Einu inngripin felast því í að velja gögn í stærðum sem eru nægilega stór til að innihalda sérhvert fjall og umhverfi þess, innan þeirra stærðarmarka sem prentarinn leyfir.

Ideoscapes fangar sérhvert fjall sem einskonar minningu. Samansafn þeirra augnablika þegar Google Earth skannaði, myndaði og setti saman gögn sem svo voru sótt af Karin Sander á ákveðnum tíma. Við uppsetningu, þegar landslagið er tekið úr sameiginlegri sögu, landfræðilegri legu og kvarða, gefa þau sjálf til kynna óáþreifanlega en afgerandi eiginleika. Verkin, sem prentuð eru með nýjustu tækni, eru villulaus og nákvæm en nákvæmni er afstætt hugtak. Hér þýðir það tryggð við gögnin en ekki landslagið sjálft. Verkin eru ekki módel heldur landslagsmálverk í þrívídd eða réttara sagt landslagsljósmyndir í þrívídd, þar sem þau eru prentuð eftir myndum. Þau eru í raun þrívíðar myndsetningar af samsettum þrívíðum skönnunum og tvívíðum myndum af þrívíðum jarðfræðilegum einkennum. Í þessari túlkun þá er nákvæmnin fólgin í fullunnum formunum jafnt og getu listamannsins til þess að sjá fyrir sér ljóðrænan mátt sem nær yfir rofin og margræðnina í og á milli ferlanna sem skapa þau.

Karin Sander (f. 1957) fæddist í Bensberg, Þýskalandi, og býr og starfar bæði í Berlín og Zürich. Karin er fulltrúi Sviss á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr sem er til sýnis til 26. nóvember, ásamt byggingarsögu- og listfræðingnum Philip Ursprung. Verk hennar eru einnig til sýnis á sýningum á Art Encounters Biennial í Rúmeníu og Museum Frieder Burda í Baden-Baden. Nýlegar einkasýningar hennar hafa verið í Kunsthalle Tübingen í Þýskalandi (2021), Museion í Bolanzo í Ítalíu (2020), Haus am Waldsee í Berlín í Þýskalandi (2019), og Kunst Museum Winterthur (2018). Verk Karin eru í eigu safneigna stofnanna víðsvegar um heim, þar á meðal Listasafns Reykjavíkur; The Museum of Modern Art, New York; The Metropolitan Museum of Modern Art, New York; the San Fransisco Museum of Modern Art, Kaliforníu; the Hishhorn Museum, Washington, D.C.; The Centro Galego de Arte Contemporanea, Santiago, Spáni; Kunstmuseum und Staatsgalerie Stuttgart, Þýskaland; National Museum of Art, Osaka, Japan; og Kunst Museum Winterthur, Sviss.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page