Karen Ösp Pálsdóttir - Blá bergmál

fimmtudagur, 12. júní 2025
Karen Ösp Pálsdóttir - Blá bergmál
Verið velkomin á sýningaropnun Karenar Aspar Pálsdóttur, Blá bergmál / Blue Echo í Þulu Hafnartorgi næstkomandi laugardag 7.júní milli 17-19. Sýningin stendur til 12.júlí.
Karen Ösp er íslensk myndlistarkona sem býr og starfar í Reykjavík og New York. Hún lærði myndlist við Maryland Institute College of Art (MICA) í Baltimore þar sem hún lauk BFA gráðu með aukagrein í listasögu árið 2013. Karen hefur sýnt víða, meðal annars í París, Annecy, London, New York og Reykjavík, bæði í einkasýningum og alþjóðlegum samsýningum. Verk hennar hafa einnig birst í fjölda tímarita og útgáfa, þar á meðal New American Paintings, Create! Magazine, SFMOMA, Hyperallergic og El País.
Önnur einkasýning Karenar Aspar Pálsdóttur, Blá Bergmál, kannar einlita rannsókn hennar á kóbalt bláa litnum sem hún hefur nær eingöngu unnið með síðan 2019. Þó Karen hafi búið í Bandaríkjunum síðustu tuttugu ár hefur hún dvalið í Reykjavík síðustu sex mánuði þar sem hún málaði meirihluti verkanna sem eru til sýnis í þessari sýningu.
Kóbaltblár, sem er sögulega talinn „hin fullkomni blái litur“ og kjörin til að mála himininn, gegnir lykilhlutverki í Bláu Bergmáli og bindur saman rannsókn Karenar á yfirborði og myndbyggingu. Með því að vinna eingöngu með einn lit fletur hún út flókin sjónræn svið og beinir athyglinni að tónum fremur en lita skörun og einfaldar formið niður í kjarna sinn og býður áhorfendum að skynja heiminn í gegnum einfalda, einlita linsu sem virkar næstum eins og blár filter.
Í sýningunni má finna nákvæmlega unnin smáatriði í málverkum þar sem andlit og hlutir eru brenglaðir í gegnum gegnsæ form á borð við dropa, plöntur og slaufur sem öll eiga uppruna sinn í þrívíðum módelum. Karen umbreytir þessum stafrænu formum í mjúk, glerkennd yfirborð sem raska og brjóta upp myndefni hennar sem eru oft fengnar úr ýmsum portrettum myndum af henni sjálfri og hennar nánustu. Þessi stefna á að brúa bilið milli skýrleika og brenglunar og skapa myndræna spennu milli þess sem sést og þess sem skynjast, milli hins kunnuglega og hins óáþreifanlega.