top of page
Guðný Hrönn: Kúrekahattur með notagildi

fimmtudagur, 17. október 2024
Guðný Hrönn: Kúrekahattur með notagildi
Þann 17. október opnar Guðný Hrönn málverkasýninguna Kúrekahattur með notagildi í Núllið gallerý.
Útgangspunktur sýningarinnar er tískuiðnaðurinn, nánar tiltekið skuggahliðar hans þar sem offramleiðsla og öfgafull neysluhyggja er í fókus. Sýningin samanstendur af bæði olíumálverkum og einnig vatnslitaverkum. Rauði þráðurinn í verkunum eru kúrekahattar sem eru eins konar táknmynd fyrir öll þau og skammlífu tískutrend sem koma og fara á ógnarhraða með tilheyrandi umhverfisspillandi áhrifum.
Sýningin verður opnuð klukkan 18:00 þann 17. október og stendur til sunnudagsins 20. október.
bottom of page