top of page

Könnun um hótanir, ofbeldi og áreitni í garð listafólks og rithöfunda á norðurlöndunum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. janúar 2024

Könnun um hótanir, ofbeldi og áreitni í garð listafólks og rithöfunda á norðurlöndunum

Kulturanalys Norden framkvæmir, í samstarfi við sambönd starfandi listafólks og rithöfunda, rannsókn um berskjöldun fyrir hótunum, ofbeldi og áreitni meðal listafólks og rithöfunda og fólks í tengdum atvinnugreinum.

Könnunin verður send til allra félagsmanna SÍM í byrjun febrúar 2024. Þitt svar skiptir miklu máli.

Markmiðið með þessari könnun er að öðlast yfirsýn yfir hve mörg verða fyrir áhrifum af hótunum, ofbeldi og áreitni vegna þess að þau starfa sem listafólk eða rithöfundar. Við viljum einnig auka þekkingu um afleiðingar þess að verða fyrir hótunum, ofbeldi og áreitni, eða að hafa áhyggjur af að verða fyrir því, fyrir starfssemi listafólks og ritöfunda.

Það er mikilvægt að sem flestir svari spurningalistanum, einnig þau sem enga reynslu hafa af að verða fyrir hótunum, ofbeldi og áreitni.

Við erum meðvituð um að sumar spurninganna geta vakið tilfinningar hjá svarendum. Svör ykkar eru mikilvægur grunnur þróunarvinnu þar sem áhersla er lögð á öryggi listafólks og rithöfunda, frelsi listar og menningar, og málfrelsi út frá langtímasjónarmiði.

Nánar um Kultur Analys Norden: https://kulturanalys.se/en/kulturanalys-norden/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page