Köllun eftir listafólki til þátttöku í sýningu haustið 2025
fimmtudagur, 31. október 2024
Köllun eftir listafólki til þátttöku í sýningu haustið 2025
Vendipunktur á við um það ferli sem á sér stað þegar röð smærri breytinga innan ákveðins kerfis verða nægilega veigamiklar til þess að valda stærri og varanlegri breytingum á því kerfi. Jörðin sjálf er gott dæmi um slíkt kerfi þar sem allir þættir hennar eru samtengdir, og við meðtalin, á einn eða annan hátt. Í gegnum jarðsöguna hefur Jörðin farið í gegnum fjölmarga vendipunkta á sinni þróunarleið og eru þeir því mikilvægir sem slíkir. Óhætt er að segja að hún muni áfram lifa þá vendipunkta sem vofa yfir okkur um þessar mundir þó annað eigi kannski við um mannkynið sjálft. Sjónarhornið skiptir því sköpum í að skilja núverandi ástand - og eins og með allt í þessari veröld er sjónarhornið aldrei bara eitt.
Við köllum því eftir verkum listafólks undir þemanu Vendipunktar með það að markmiði að dýpka innsýn inn í þessa ferla og skapa samtal milli lista, vísinda og samfélagsins. Við viljum gefa listafólki frjálsa túlkun á þessu hugtaki án þess að hlekkja það við fyrirfram ákveðin kerfi, þó bjóðum við túlkanir á vendupunktum loftslagskerfisins sérstaklega velkomin.
Umsókn skal samanstanda af I) 3-5 myndum af nýlegum verkum á t.d. pappíreða striga ásamt lýsingu á því verki sem tæki þátt og hvernig það passar við ofngreint þema (hámark 2 blaðsíður) og II) ferilskrá á pdf formi, en bæði ný og eldri verk koma til greina.
8-12 umsóknir verða svo valdar í samráði við listakonuna Öldu Rose Cartwright sýningarstjóra sýningarinnar og verkefnastjóra fræðslu hjá Listasafni Árnesinga, Heru Guðlaugsdóttur verkefnastjóra verkefnisins og nýdoktors hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Hjördísi Pálsdóttur safnstjóra Norska Hússins.
Umsóknir skulu berast á netföngin hera@hi.is og aldarosec@gmail.com fyrir 1. desember 2024.
Nánari upplýsingar
Sýningin verður í Norska Húsinu í Stykkishólmi og kemur til með að standa í allt að 6 vikur. Um tvö samliggjandi rými er að ræða (samtals 35-40 m2) og þó rýmið bjóði aðallega upp á tvívíð verk leitumst við einnig eftir listamönnum sem vinna með aðra miðla að því gefnu að það henti rýminu.
Opnun sýningarinnar mun eiga sér stað í kjölfar málþings sem haldið er fyrr um daginn undir heitinu Andvarinn í himinsfari (titill getur breyst) og er tilefnið180 ára afmæli samfelldra veðurmælinga sem Árni Thorlacius hóf í Stykkishólmi í Nóvember 1845. Þær mælingar hafa gefið okkur dýrmæta innsýn inn í nær tveggja alda veðurfarsbreytileika í Norður Atlantshafi og þannig lengi gagnast í margskonar innlendar og alþjóðlegar loftslagsrannsóknir.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Stykkishólmsbæ og Norska Húsið.
English
A tipping point refers to the process that occurs when series of small changes within a certain system become significant enough to cause larger and more permanent changes in that system. The Earth itself is a good example of such a system, where all its elements are interconnected, us included, in one way or another. Throughout Earth's history, the Earth has passed through numerous tipping points on its evolutionary path, and they are therefore important as such. It is safe to say that she will continue to live through the tipping points that are currently looming over us, although the same might not be said about humanity itself. Perspective is therefore crucial in understanding the current situation - and as with everything in this world, the perspective is never just one.
We therefore call for the works of artists under the theme of Tipping Points with the aim to deepen insight into these processes and create a dialogue between art, science and society. We want to give artists a free interpretation of this concept without chaining it to predetermined systems, however we especially welcome interpretations of the tippingpoints of the climate system. Application must consist of I) 3-5 photos of recent works on e.g. paper or canvas together with a description of the participating work and how it fits the above-mentioned theme (maximum 2 pages) and II) CV in pdf format, but both new and older works are considered. 8-12 applications will be selected in consultation with the artist Alda Rose Cartwright, curator of the exhibition and project manager of education at the LÁ Art Museum, Hera Guðlaugsdóttir, project manager and postdoctoral fellow at the Institute of Geosciences, University of Iceland, and Hjördís Pálsdóttir, curator of the Norwegian House. Applications must be sent to the email addresses hera@hi.is and aldarosec@gmail.com by December 1, 2024.
Detailed information
The exhibition will be held in the Norwegian House in Stykkishólmur and will last up to 6 weeks. There are two adjoining spaces (35-40 m2 in total) and although the space mainly offers two-dimensional works, we also welcome artists who work with other media, provided that it suits the space. The opening of the exhibition will take place following a symposium held earlier in the day under the title Andvarinn i himinsfar (title may change) where the occasion is the 180th anniversary of continuous weather measurements that Árni Thorlacius began in Stykkishólmur in November 1845. Those measurements have given us valuable insight into in nearly two centuries of climate variability in the North Atlantic and thus have been useful in many national and international climate studies.The project is carried out in collaboration with Stykkishólmsbær and the Norwegian House.