top of page

JUST PASSING THROUGH – Alistair Macintyre

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. apríl 2025

JUST PASSING THROUGH – Alistair Macintyre

Fimmtudaginn 3.apríl 2025 opnar sýning Alistair Macintyre JUST PASSING THROUGH í móttökusal íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn við Norðurbryggju.

Sýnining stendur til 10.júní n.k. og er opin á opnunartíma sendiráðsins (mán.- fös. kl. 9:00 - 16:00). Allir eru velkomnir.

Alistair Macintyre er fæddur 1956 í Bretlandi, en hefur verið íslenskur ríkisborgari frá 2009. Verkin eru unnin úr ísblokkum og járnlitarefnum og liggja einhversstaðar á mörkum höggmynda- og teiknilistar. Alistair hefur haldið fjölda sýninga í gegnum árin, hérlendis og erlendis. Síðast einkasýninguna Mirrors With Long Memories í Grafíksalnum 2023.

Sýningin í Kaupmannahöfn er að hluta til afrakstur dvalar hans í gestavinnustofu SÍM í Aþenu, í janúar 2024.

„Í verkunum þenst tíminn út, - öðlast fyllingu, breiðist út í lögum og er flattur út - til þess eins að vera brotinn upp og sundrað. Þetta er tilraun til þess að njörva augnablikið niður í tíma“. - Alistair Macintyre

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page