top of page
Jarðefni - Mjólkurbúðin
þriðjudagur, 1. ágúst 2023
Jarðefni - Mjólkurbúðin
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir og Björg Eiríksdóttir eiga það sameiginlegt að hafa heillast af náttúru og hinu sjónræna allt frá því að hafa krítað með rauðum steinum og týnt blóm handa mömmu. Báðar veltu náttúrufræðum fyrir sér í mennta- og háskóla og báðar fóru við í myndlistarnám þar á eftir.
Þessi fyrsta samsýning ber titilinn Jarðefni þar sem unnið er með efnin í náttúrunni og lífið sem verður til úr þeim. Litarefni í íslensku grjóti skoðað og möguleikar mismunandi lífvera á jörðinni.
Á sýningunni eru tvívíð og þrívíð verk, málverk, útsaumur og vídeó.
Léttar veitingar á opnunardaginn, laugardaginn 5 ágúst. Opið alla verslunarmannahelgina og helgina á eftir frá 14-17.
bottom of page