top of page

Janúartilboð: Brim Hvít Sýn / Surf White Vision - Jóna Hlíf

508A4884.JPG

miðvikudagur, 12. janúar 2022

Janúartilboð: Brim Hvít Sýn / Surf White Vision - Jóna Hlíf

Kæru félagsmenn SÍM

Út janúarmánuð stendur ykkur til boða að kaupa bókina Brim Hvít Sýn á 10.000 kr. Í tilboðinu felst um 30% afsláttur miðað söluverð úr bókaverslunum. Þeir sem hafa áhuga mega hafa samband við Jónu Hlíf Halldórsdóttur; jonahlif@gmail.com.

Bókin Brim Hvít Sýn, sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar Halldórsdóttur, innsetningar og textaverk, sem hún hefur skapað undanfarna tvo áratugi og inniheldur fjölda ljósmynda af listaverkum hennar auk texta sem þeim tengjast.

Textaverk, tilraunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tjáningu Jónu Hlífar. Texti sem áferð: sem leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélag, eða sem grundvöllur hugmynda. Í verkunum hefur Jóna Hlíf meðal annars fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd. Orð eða hugmyndir hafa í verkunum öðlast nýja merkingu, jafnvel verið afbyggð, í samspili við þann efnivið sem er notaður eða samhengið sem getur falist í sýningarrýminu. Myndlist Jónu Hlífar snýst einnig um að kanna birtu, endurtekningu, framsetningu og rými, hvort tveggja sem fyrirbæri og hugtök. Þá hafa einstök verk snúist um mörk og samspil myndlistar og lýsinga: það hvernig myndlist myndar raunveruleika eða persónulegar hugleiðingar um staði.

Umfjallanir og hugleiðingar um verk Jónu Hlífar rita Becky Forsythe, sýningarstjóri, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og sýningarstjóri, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Starkaður Sigurðarson myndlistarmaður og rithöfundur. Inngangsorð ritaði Guðjón S. Tryggvason og aftast í bókinni er viðtal við Jónu Hlíf, tekið af Auði Aðalsteinsdóttur, doktor í bókmenntafræði, sem ritstýrði jafnframt bókinni. Útgefandi er Ástríki ehf. Um tvímála útgáfu er að ræða og eru allir textar bæði á íslensku og ensku.


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page