top of page

Jóna Hlíf nýr forseti BÍL

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. mars 2024

Jóna Hlíf nýr forseti BÍL

Á aðalfundi Bandalags íslenskra listamanna sem haldinn var í Listasafni Reykjavíkur laugardaginn 16. Mars, var Jóna Hlíf Halldórsdóttir kosinn nýr forseti BÍL. Hún tekur við starfi af Erling Jóhannessyni sem gegnt hlutverki forseta frá 2018.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir er myndlistamaður og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskólanum 2013.

Jóna Hlíf hefur komið víða við félags- og stjórnunarstörfum fyrir myndlistarmenn, en hún hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá 2006, formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík (2011-2013), formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (2014-2018) og var verkefnastjóri herferðarinnar „Við borgum myndlistarmönnum“ Herferðin hlaut Tilberann 2017, viðurkenningu sem veitt er árlega þeim sem þykja hafa sýnt útsjónarsemi, dugnað, hugrekki og staðfestu á sviði myndlistar og auðgað þannig menningar- og listalíf landsins. Jóna Hlíf var forstöðumaður Gerðarsafns (2019 – 2021) og hefur setið í stjórn Skaftfell, Bandalag íslenskra listamanna og Listahátíð í Reykjavík. Jóna Hlíf var ritstjóri tímaritsins STARA (2014-2018) sem hafði að markmiði að efla umræðu og þekkingu á myndlist.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page