top of page

Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar

508A4884.JPG

miðvikudagur, 1. febrúar 2023

Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar

Á meðan myndin dofnar” er yfirskrift sýningar með ljósmyndum eftir Jón Helga Pálmason sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á safnanótt 3. febrúar kl. 18. Á sýningunni veltir Jón Helgi fyrir sér minningum og rannsakar þær flóknu tilfinningar sem liggja að baki þeim.

„Minningar eru flókin fyrirbæri. Það er svo margt sem spilar inn í þegar kemur að minningum. Sumt festist betur í minninu en annað og er alltaf ljóslifandi á meðan annað gleymist alfarið. Við höfum nánast enga stjórn á því heldur. Við höldum áfram að lifa, nýjar minningar verða til og aðrar gleymast á hverjum degi. Hvað verður um minningarnar sem við gleymum? Skiptu þær aldrei neinu máli?
Minningarnar móta okkur, allt fólkið og mismunandi umhverfi sem hefur þar áhrif. Jón Helgi veltir fyrir sér hvað það sé sem gerir fólk að því sem það sé í dag. Hvaða fólk og umhverfi hafa mótað minningar þess og hvernig það líti út í minninu. Hvað fólk sjái þegar það loki augunum.
Jón Helgi Pálmason er frá Hafnarfirði en býr núna í Haag í Hollandi þar sem hann stundar nám í ljósmyndun í Royal Academy of Arts. Þar áður útskrifaðist hann frá ljósmyndadeild Tækniskólans í Reykjavík og eftir það KBH Film og Fotoskole í Kaupmannahöfn. Jón Helgi hefur sýnt bæði erlendis og hér á landi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page