top of page
Jólasýning og opnar vinnustofur á Héðinsgötu
fimmtudagur, 14. desember 2023
Jólasýning og opnar vinnustofur á Héðinsgötu
Verið velkomin á opnun jólasýningar í vinnustofum SÍM Héðinsgötu 1, föstudaginn 15. desember frá kl. 14-17. Sýning er sölusýning fjögurra listamanna sem starfa í húsinu og mun standa aðeins þessa einu helgi 15.-17. desember.
Vinnustofur listafólksins verða líka opnar þar sem fleiri verk verða á boðstólnum og tækifæri til að hitta listafólkið og sjá umhverfið sem þau lifa og hrærast í daglega. Hér er frábært tækifæri til að kaupa einstakar jólagjafir eða fjárfesta í myndlist.
Piparkökur, kaffi og fleiri veitingar og góð jólastemning.
Listafólkið sem tekur þátt:
Berþór Gunnarsson
Marteinn Bjarnar
Jóhanna Sveinsdóttir
Sara Björnsdóttir
bottom of page