Jólamarkaður Saman — Opið fyrir umsóknir

fimmtudagur, 17. október 2024
Jólamarkaður Saman — Opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir í árlegan jólamarkað SAMAN — Menning & Upplifun í porti Hafnarhússins laugardaginn 30 Nóv. milli 11-17. Við hvetjum listafólk sem vinnur í hönnun, myndlist, matvöru, tónlist og drykk til að sækja um þátttöku, fagráð fer yfir umsóknir reglulega fram að markaði þangað til að pláss fyllast.
Umsækjendur sem eru meðlimir í fagfélögum fá 10% afslátt, athugið að skrá það í “aðrar upplýsingar” í umsóknar forminu.
Hér má finna umsóknarformið https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeiYDciVSJpHunmuqo7R5zmyrf2n9oxP8YZILqC22Myo4ECpQ/viewform
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband saman.maturogmenning@gmail.com
SAMAN í HAFNARHÚSINU
Laugardaginn 30 nóv. 11 - 17
Hönnuðir, myndlistarmenn, matgæðingar og tónlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu fyrir jólin.
Lady Brewery verður með "Pikkl & Bjór" - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og snarli.
Þykjó verður með aðventu Ó / róa smiðju fyrir krakka og foreldra-fylgifiska, þar sem unnið er með fundinn efnivið úr náttúrunni í skemmtilegu umhverfi.
Hönnuðir, Listamenn og matarframleiðendur verða svo staðsettir í Porti safnsins með frábærar vörur “beint frá studíói”.